Desemberkjóllinn

Það er mjög viðeigandi að Desemberkjóllinn sé jólakjóllinn minn! Þegar ég sá kjólinn í Kolaportinu læddist að mér hugsunin: “Ætli ég eigi nokkurn tímann eftir að fara í hann?” En þar sem kjólinn kostaði bara 1.000 krónur ákvað ég að taka áhættuna. Síðan þá, eða í rúm 10 ár, hef ég skartað þessum kjól áRead moreRead more

Nóvemberkjóllinn

Algjörlega elska þennan söngkonu-kjól sem ég keypti fyrir tónleikana, Klassík fyrir sjóara, í tengslum við Sjómannadaginn í Grindavík árið 2018. Á tónleikunum ætlaði ég að vera í tveimur kjólum; annars vegar galakjól í stíl við óperu-aríurnar og hins vegar þessum kjól í stíl við íslensk sjómannalög. Eins og glöggir sjá, þá skartar kjóllinn marglitum semRead moreRead more

Októberkjóll

Keypti mér þennan nýja fína kjól sem ég ætla að hafa sem Októberkjólinn, er búin að vera mikið í honum þennan mánuðinn. Söng m.a. annars í honum víða um bæinn á vegum Ljóðadaga Óperudaga í dag (31.10) ásamt Svani Vilbergssyni gítarleikara. Ég fékk kjólinn í Gyllta kettinum, á slánni með vintage-kjólunum. Hef fundið margar dásemdirRead moreRead more

Septemberkjóllinn

Kjóll mánaðarins er græni galakjóllinn! Keypti hann af illri nauðsyn rétt fyrir tónleika í Bolzano, en hélt að ég myndi aldrei nota hann aftur því að hann er svo fleginn! Mér skjátlaðist – þetta er einn mest notaði galakjóllinn minn og ég elska að syngja í honum. Kjóllinn er einfaldur, klæðilegur og ekki of þröngurRead moreRead more

Ágústkjóllinn

Ágústkjólinn er ljósblá blómadásemd. Klæddist honum fyrst á 35 ára afmælisdaginn minn (í gær, 31. ágúst). Ég fékk kjólinn í frumsýningargjöf eftir óperuna The Raven´s Kiss frá Svani kærastanum mínum.  Hef aldrei áður fengið svona fallega frumsýningargjöf <3 Hlakka til að skapa fullt af skemmtilegum sögum í kjólnum í framtíðinni 🙂 Keyptur: 2019 Ég í afmæliskjólnum, með SvaniRead moreRead more

Aprílkjóllinn

Aprílkjóllinn er einn af mínum uppáhalds sparikjólum. Það er gott að syngja í honum; þótt hann sé tekin saman í mittið – þá er hann ekki of þröngur. Mér finnst gaman að vera í bleikum sokkabuxum og nota fjólubláa og/eða gula fylgihluti til að hressa hann við. Í apríl fórum við Svanur í roadtrip tilRead moreRead more

Marskjóllinn

Marskjólinn er gala-söngkonukjóll. Keypti þessa dásemd í New York, í tilefni af því að ég söng á gala-tónleikum í Carnegie Hall. Eftir það hef ég m.a. sungið í honum í höll í Tonadico á Ítalíu, í Grindavíkurkirkju og í Hörpu. Saga marskjólsins:  Í febrúar 2017 fór ég í áheyrnarprufu í New York. Yfirleitt gisti égRead moreRead more

Janúarkjóllinn

Fyrsti kjólinn í þessari áskorun er einn af mínum uppáhalds: bleiki kjóllinn! Hann byrjaði sem “söngkonukjóll” og ég kom m.a. fram í honum á tónleikum á Skriðuklaustri. Svo tók ég nokkur djömm í honum, en í dag er hann orðinn hversdagskjóll.. með einu sígarettugati sem enginn sér.   Lítil saga tengd janúarkjólnum:  Ég var klæddRead moreRead more