Októberkjóll

Keypti mér þennan nýja fína kjól sem ég ætla að hafa sem Októberkjólinn, er búin að vera mikið í honum þennan mánuðinn. Söng m.a. annars í honum víða um bæinn á vegum Ljóðadaga Óperudaga í dag (31.10) ásamt Svani Vilbergssyni gítarleikara. Ég fékk kjólinn í Gyllta kettinum, á slánni með vintage-kjólunum. Hef fundið margar dásemdirRead moreRead more

Shares 0

Septemberkjóllinn

Kjóll mánaðarins er græni galakjóllinn! Keypti hann af illri nauðsyn rétt fyrir tónleika í Bolzano, en hélt að ég myndi aldrei nota hann aftur því að hann er svo fleginn! Mér skjátlaðist – þetta er einn mest notaði galakjóllinn minn og ég elska að syngja í honum. Kjóllinn er einfaldur, klæðilegur og ekki of þröngurRead moreRead more

Shares 0

Ágústkjóllinn

Ágústkjólinn er ljósblá blómadásemd. Klæddist honum fyrst á 35 ára afmælisdaginn minn (í gær, 31. ágúst). Ég fékk kjólinn í frumsýningargjöf eftir óperuna The Raven´s Kiss frá Svani kærastanum mínum.  Hef aldrei áður fengið svona fallega frumsýningargjöf <3 Hlakka til að skapa fullt af skemmtilegum sögum í kjólnum í framtíðinni 🙂 Keyptur: 2019 Ég í afmæliskjólnum, með SvaniRead moreRead more

Shares 0

Júlíkjóllinn

Júlíkjólinn er þægilegur söngkonukjóll. Hann er léttur með háum klaufum á pilsinu þannig að það loftar vel um hann. Þessi kjóll er nauðsynja-vara sem ég ætla að taka með mér út á fimmtudaginn – í hitabylgjuna í Evrópu! Er að fara að syngja á gala-tónleikum á útisviði í Fidenza í Parmahéraðinu á Ítalíu næstkomandi föstudag.Read moreRead more

Shares 0

Júníkjóllinn

Júníkjóllinn er skemmtilegur söngkonukjóll með bleiku undirpilsi. Hef komið fram í honum við hin ýmsu tilefni; svo sem þegar ég var kynnir og meðal söngvara á síðustu afmælistónleikum Guðfreðs hjálparhellu úr Söngskólanum í Reykjavík og þegar ég stýrði Kvennakór Grindavíkur á sínum fyrstu vortónleikum. Svo lánaði ég kjólinn fyrir sýninguna Þinn Falstaff hjá Nemendaóperunni, þarRead moreRead more

Shares 0

Maíkjóllinn

Maíkjóllinn er blái kjóllinn með blómunum 🙂 Fann hann í Kolaportinu á litlar 1.000 kr. og hann hefur þjónað mér vel; á sviði, í myndatökum, í brúðkaupi, á skemmtanalífinu og við önnur tækifæri. Saga með kjólnum:  Það var Menningarnótt og miðbærinn troðfullur af fólki. Ég var ein á ferð, í mínu fínasta pússi, að reynaRead moreRead more

Shares 0

Aprílkjóllinn

Aprílkjóllinn er einn af mínum uppáhalds sparikjólum. Það er gott að syngja í honum; þótt hann sé tekin saman í mittið – þá er hann ekki of þröngur. Mér finnst gaman að vera í bleikum sokkabuxum og nota fjólubláa og/eða gula fylgihluti til að hressa hann við. Í apríl fórum við Svanur í roadtrip tilRead moreRead more

Shares 0

Marskjóllinn

Marskjólinn er gala-söngkonukjóll. Keypti þessa dásemd í New York, í tilefni af því að ég söng á gala-tónleikum í Carnegie Hall. Eftir það hef ég m.a. sungið í honum í höll í Tonadico á Ítalíu, í Grindavíkurkirkju og í Hörpu. Saga marskjólsins:  Í febrúar 2017 fór ég í áheyrnarprufu í New York. Yfirleitt gisti égRead moreRead more

Shares 12

Arianna

Vinsælustu viðfangsefni barokk listamanna voru tekin úr goðafræði eða grískum og rómverskum fornsögum. Þessar sögupersónur/viðfangsefni nutu vinsælda bæði hjá almenning og hjá yfirstéttinni. Listamenn sóttu innblástur í þessar sögur, fyrir listsköpun sína hvort sem það var á striga eða á sviði. Persónurnar eru fjölmargar en þó voru sum viðfangsefni vinsælli en önnur, svo sem OrfeusRead moreRead more

Shares 19

Barokk-líkaminn

Eftirfarandi pistill er hluti af fyrirlestri sem ég hélt fyrir listfræðinemendur við Háskóla Íslands. Fyrirlesturinn er unninn uppúr mastersritgerðinni minni sem ég skrifaði við Tónlistarháskólann í Bolzano á Ítalíu. Þar sameinaði ég mín helstu áhugamál; sönglist, ítalskt tungumál, sviðslistir, listasögu og barrokk. Barokk 1600-1750 Tímabilið á upptök sín að rekja til Rómar en dreifðist hrattRead moreRead more

Shares 39