Desemberkjóllinn

Það er mjög viðeigandi að Desemberkjóllinn sé jólakjóllinn minn!

Þegar ég sá kjólinn í Kolaportinu læddist að mér hugsunin: “Ætli ég eigi nokkurn tímann eftir að fara í hann?” En þar sem kjólinn kostaði bara 1.000 krónur ákvað ég að taka áhættuna.

Síðan þá, eða í rúm 10 ár, hef ég skartað þessum kjól á Aðfangadag 🙂

Það er einna helst eins og kjóllinn sé saumaður úr fallegum jóladúk. Að því tilefni langar mig til að láta fylgja litla sögu, sem birtist í Íslenskur Aðall – Vorið 2005. Blaðið var gefið út í aðdraganda útskriftaferðar nemenda frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja til Mexikó. Blaðamaðurinn fór á fund við spákonu sem spáði fyrir ferðinni og þetta var sagt um mig:

“Á þriðja degi í Mexikó fór hópurinn á götumarkað. Berta greyið missti sig við kaup á gardínum og dúkum sem hún hélt vera föt. Hún eyddi næstum því öllum peningnum en var ekki lengi að vinna upp tapið því hún saumaði ný föt úr gardínunum og dúkunum og seldi þau fyrir himinháar upphæðir. Berta var sú eina sem kom heim í gróða.”

Þetta er síðasti kjóllinn í þessari kjóla-áskorun sem hefur verið aldeilis skemmtileg. Markmiðið var að setja inn einn kjól á mánuði og skrifa stutta sögu hvers kjóls – það tókst! Takk fyrir samfylgdina og like-in á árinu. Ég vona að þið hafið það gott í kvöld og að nýja árið færi samverustundir og skemmtileg ævintýr <3

0 thoughts on “Desemberkjóllinn”

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *