Nóvemberkjóllinn

Algjörlega elska þennan söngkonu-kjól sem ég keypti fyrir tónleikana, Klassík fyrir sjóara, í tengslum við Sjómannadaginn í Grindavík árið 2018.

Á tónleikunum ætlaði ég að vera í tveimur kjólum; annars vegar galakjól í stíl við óperu-aríurnar og hins vegar þessum kjól í stíl við íslensk sjómannalög. Eins og glöggir sjá, þá skartar kjóllinn marglitum sem mér fannst við hæfi fyrir efnisvalið.

Rétt áður en ég steig á sviðið sprakk galakjóllinn utan af mér- sem betur fer baksviðs! Planið fór því í vaskinn og ég var í þessum líka þegar ég söng óperu-aríurnar..

Þessir tónleikar eru ótrúlega eftirminnilegir: það fór nánast allt úrskeiðis sem gat farið úrskeiðis! Td. gleymdi meðleikarinn nótunum í Reykjavík og fékk því mínar lánaðar. Hann áttaði sig ekki á því að nóturnar mínar voru ljósritaðar framan og aftan á síðurnar – spilaði því bara blaðsíðu 1-3-5-7-9 o.s.frv. Flutningurinn varð því mjög athyglisverður 😀

Keyptur: Kjólar og konfekt, 2018

0 thoughts on “Nóvemberkjóllinn”

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *