Septemberkjóllinn

Kjóll mánaðarins er græni galakjóllinn! Keypti hann af illri nauðsyn rétt fyrir tónleika í Bolzano, en hélt að ég myndi aldrei nota hann aftur því að hann er svo fleginn! Mér skjátlaðist – þetta er einn mest notaði galakjóllinn minn og ég elska að syngja í honum.

Kjóllinn er einfaldur, klæðilegur og ekki of þröngur um magann – sem er kostur fyrir sönginn. Stórt skart fer honum vel og mér finnst gaman að nota bleikan lit eða gyllt með honum.

Lítil saga af kjólnum:

Baksviðs, rétt áður en ég gekk inn á svið í fyrsta skiptið í kjólnum, kom meðleikarinn minn til mín með gott ráð! Hann tók í hlýrana og togaði upp – brjótin fylgdu með upp. Svo sleppti hann og allt pompaði niður aftur. Þetta endurtók hann aftur og aftur þar til hann varð rauður í fram og sagðist hafa ætlað að færa hlýrana aftur svo að það myndi ekki sjást svona mikil skora. Held hann hafi ekki alveg áttað sig á því hvernig kvennmannsbarmur í þröngum kjól virkar, en svo trítluðum við inná svið og tókum nokkra þekkta slaga eftir Brahms.

0 thoughts on “Septemberkjóllinn”

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *