Júlíkjóllinn

Júlíkjólinn er þægilegur söngkonukjóll. Hann er léttur með háum klaufum á pilsinu þannig að það loftar vel um hann. Þessi kjóll er nauðsynja-vara sem ég ætla að taka með mér út á fimmtudaginn – í hitabylgjuna í Evrópu! Er að fara að syngja á gala-tónleikum á útisviði í Fidenza í Parmahéraðinu á Ítalíu næstkomandi föstudag. Hlakka mikið til 🙂

Saga júlíkjólsins: 

Ég elska að ferðast með þennan kjól, hann lítur alltaf vel út – líka beint uppúr bakpokanum! Þess vegna var þetta vinsælasti áheyrnarprufukjóllinn minn, þangað til ég fór á masterklass um hvernig á að líta út í áheyrnarprufum.. þá fékk ég “big No-No” á hann. Í áheyrnarprufum á að vera eins hlutlaus og hægt er; einlitum kjól – ekkert minstur – ekki óhefðbundið snið – alls ekki skart – skór í húðlit – ekki mikla förðun – hárið slegið og hlutlaust……

Núna á ég nýjan áheyrnarprufukjól og get notað þennan fyrir tónleika 🙂

Myndin er tekin í Fríkirkjunni í Reykjavík eftir tónleika hjá okkur Sigurði Helga á vegum tónleikaraðarinnar Á ljúfum nótum í Fríkirkjunni. Hef einnig komið fram í kjólnum í höll í Súður-tíról og í kirkjunni í Grindavík.

 

Keyptur: Bolzano, Ítalía – 2016

0 thoughts on “Júlíkjóllinn”

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *