Júníkjóllinn

Júníkjóllinn er skemmtilegur söngkonukjóll með bleiku undirpilsi. Hef komið fram í honum við hin ýmsu tilefni; svo sem þegar ég var kynnir og meðal söngvara á síðustu afmælistónleikum Guðfreðs hjálparhellu úr Söngskólanum í Reykjavík og þegar ég stýrði Kvennakór Grindavíkur á sínum fyrstu vortónleikum. Svo lánaði ég kjólinn fyrir sýninguna Þinn Falstaff hjá Nemendaóperunni, þar sem Íris Sveinsdóttir bar hann af einstakri prýði.

Meðfylgjandi mynd var tekin á Sjóaranum síkáta í Grindavík.

Saga með kjólnum: 

Ég hef bara fengið mjög jákvæð viðbrögð við þessum líflega kjól. Random fólk hefur beðið um að fá að taka myndir af mér í honum og því má líklega finna mig innrammaða í kjólnum á ólíklegustu heimilum – geri ráð fyrir því.

Hlakka til að búa til fleiri sögur í þessum kjól 🙂

Keyptur: Kjólar og konfekt, ca 2017

0 thoughts on “Júníkjóllinn”

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *