Maíkjóllinn

Maíkjóllinn er blái kjóllinn með blómunum 🙂 Fann hann í Kolaportinu á litlar 1.000 kr. og hann hefur þjónað mér vel; á sviði, í myndatökum, í brúðkaupi, á skemmtanalífinu og við önnur tækifæri.

Saga með kjólnum: 

Það var Menningarnótt og miðbærinn troðfullur af fólki. Ég var ein á ferð, í mínu fínasta pússi, að reyna að finna mér leið í gegnum mannmergðina til að hitta vinina. Ung kona, úr gagnstæðri átt, fylgdist mjög greinilega með mér nálgast. Ég reyndi að koma henni fyrir mér; kannski var þetta fjarskyld frænka, einhver sem ég hef unnið með, stundað nám með eða eitthvað álíka – en ég mundi ekkert eftir henni. Þegar við svo loksins mætumst þá var ég komin með “ég-þekki-þig-líka” brosið og ætlaði að fara að heilsa henni.. af því að hún var augljóslega að koma að tala við mig. En þá mætti mér eitthvað allt annað. Hún setti í brýrnar, stóð fast í báðar lappir og sagði reiðilega við mig: “Þú ert eins og illa skreytt jólatré!”. 

Keyptur: Kolaportið, ca. 2012

0 thoughts on “Maíkjóllinn”

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *