Aprílkjóllinn

Aprílkjóllinn er einn af mínum uppáhalds sparikjólum. Það er gott að syngja í honum; þótt hann sé tekin saman í mittið – þá er hann ekki of þröngur. Mér finnst gaman að vera í bleikum sokkabuxum og nota fjólubláa og/eða gula fylgihluti til að hressa hann við.

Í apríl fórum við Svanur í roadtrip til Fáskrúðsfjarðar, þar sem við vorum í faðmi fjölskyldunnar og átum á okkur gat yfir páskana. Ég var í þessum kjól í fermingarmessunni, en gleymdi að biðja um það yrði tekin af mér mynd. Þess vegna ákváðum við að nota Skógarfoss á leiðinni til baka sem bakgrunn.

Saga aprílkjólsins: 

Þessi kjóll er í miklu uppáhaldi þessa stundina, var td. í honum í Landanum í febrúar á þessu ári. Ein mín nánasta vinkona sagði; “Þú varst eins og miðaldra kennslukona í þessu viðtali” – en aðrir voru almennt sáttir við mig, held ég.

 

0 thoughts on “Aprílkjóllinn”

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *