Marskjóllinn

Marskjólinn er gala-söngkonukjóll. Keypti þessa dásemd í New York, í tilefni af því að ég söng á gala-tónleikum í Carnegie Hall. Eftir það hef ég m.a. sungið í honum í höll í Tonadico á Ítalíu, í Grindavíkurkirkju og í Hörpu.

Saga marskjólsins: 

Í febrúar 2017 fór ég í áheyrnarprufu í New York. Yfirleitt gisti ég hjá káts-sörferum í svona ferðum en ekki í New York, mömmu vegna. Ég splæsti í hostel, gisti í neðri koju, undir Mose – gömlum manni frá Brasilíu sem tók úr sér tennurnar áður en hann klifraði upp í efri kojuna.

Ég misskildi áheyrnarprufu-leiðbeiningar; hélt að ég ætti að æfa hlutverkið sem ég var að sverma fyrir sem var Dido í Dido and Aneas eftir Purcell. En ég átti að vera með þrjár ólíkar aríur og koma með nótur af þeim fyrir meðleikarann. Þetta uppgötvaði ég áheyrnardaginn – af því að við fengum áminningar-tölvupóst! Það var panikk… Ég fékk dýrmæta hjálp frá Jónu Fanneyju sem sendi mér skannaðar nótur af aríum sem ég hef verið að syngja og bjargaði mér fyrir horn.

Eins og venjulega, varð ég stressuð fyrir áheyrnarprufunni og var næstum búin að skrópa. Sem betur fer gerði ég það ekki, þar sem ég fékk hlutverk í óperu eftir þessa prufu og tækifæri til að syngja þekkstustu aríuna úr óperunni Dido and Aneas, When I’m laid in earth, í Carnegie Hall sem var heldur betur lífsreynsla.

Sumrinu 2017 eyddi í New York, söng í óperu-uppfærslu og á nokkrum tónleikum. Bjó í lítilli íbúð með einni stelpu frá Tyrklandi og annarri frá Hong Kong.

En ég þurfti nýjan kjól fyrir tilefnið, eins og gefur að skilja!

Í New York eru ótal verslanir og margar af þeim selja galakjóla, en mjög fáar selja kjóla í minni stærð. Ef ég fann réttu stærðina, þá væru þeir “gömlukonulegir”; svartir eða dökklitaðir. Ef ég spurði afgreiðslufólkið þá fékk ég iðulega svarið; “svart grennir” – sem er svo mikil dásemdar vitleysa. Rétt mataræði og hreyfing grennir.. svart kannski blekkir..

Ég datt í lukkupottinn þegar ég fann þennann fallega, klæðilega, rauða kjól í réttri stærð! 😀

Keyptur: New York – 2017

0 thoughts on “Marskjóllinn”

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *