Arianna

Vinsælustu viðfangsefni barokk listamanna voru tekin úr goðafræði eða grískum og rómverskum fornsögum. Þessar sögupersónur/viðfangsefni nutu vinsælda bæði hjá almenning og hjá yfirstéttinni. Listamenn sóttu innblástur í þessar sögur, fyrir listsköpun sína hvort sem það var á striga eða á sviði. Persónurnar eru fjölmargar en þó voru sum viðfangsefni vinsælli en önnur, svo sem Orfeus og Evridís, Kleópatra og gyðjur á borð við Venus.

Dafne er í titilhlutverkið í fyrsta óperunni. En ég mun taka fyrir prinsessuna Ariönnu og í næstu færslu mun ég skrifa um rómversku gyðjuna Júnó vegna þess að ég hef greint tjáningarmöguleika þeirra.

Arianna

Arianna var dóttir Krítarkonungs, en heimildum ber ekki alveg saman um sögu hennar. Hún varð ástfanginn af erkióvini föður síns, Teseo, prins frá Aþenu. Arianna og Teseo gerðu samkomulag, um að hún myndi hjálpa honum að flýja úr Völundarhús föður hennar með því skilyrði að hann tæki Aríönnu með sér til Aþenu sem ástkonu sína. Aríanna stóð við sitt loforð; hún lagði þráð að útgönguleiðinni, sem vísaði Teseo veginn út. En hann sveik sitt loforð og skildi hana eftir við árbakka Naxos. Hún var þar ein og yfirgefin, búin að svíkja föður sinn og átti ekki afturkvæmt. Þetta er sannarlega hörmulegt aðstæður fyrir hana og til að bæta gráu ofan á svart þá tekur Bakkus hana að sér, þau giftust og eignuðust 4 börn.

Áhrifamikla augnablikið, þegar Arianna uppgötvar að elskhugi hennar hefur yfirgefið hana, hefur haft áhrif á marga listamenn og er að finna í mörgum listaverkum, jafnvel fyrir tíma barrokksins.

Til dæmis er kominn plata í húsi Fabio Rufo í Pompeii á Ítalíu þar sem sagnfræðingar segja að sýni Bakkus og Ariönnu, á þessari örlagaríku stund.

Arianna addormentata (mynd hér að neðan) – skúlptúr í Vatíkaninu. Þarna er Aríanna ein. Vinstri höndin er undir kinn, sem táknar depurð. Hún sefur á hörðum steini sem hendurnar í nokkuð einkennilegri stöðu sem gefur til kynna það sem koma skal; þá biturlegu staðreynd sem hún mun sjá þegar hún vaknar.

Myndaniðurstaða fyrir arianna addormentata

En listaverkið sem mig langar einna helst að vitna í frá barrokktímanum er Bakkus og Arianna (mynd hér að neðan) eftir Guido Reni. Hér sést Bakkus nálgast prinsessuna á mjög karlmannlegan, öruggan hátt. En hún er í miðri örvæntingu, eftir fráhvarf Teseo. Ef við skoðum vel myndina, þá sjáum við skip Teseo sigla í burtu. Bakkus ber vínviðinn kringum höfuð sér, sem er eitt af táknum hans.

Myndaniðurstaða fyrir bacchus e arianna guido reni

Claudio Monteverdi er eitt af tónskáldum tímabilsins sem skrifuðu um yfirgefnu prinsessuna. Hann samdi L´Arianna árið 1608, sem er harmleikur við libretto eftir Ottavio Rinuccini. Óperan er glötuð og einungis arían Lamento d’Arianna hefur varðveist.

Lamento þýðir harmakvein og er þar af leiðandi sársaukaþrungið verk, þar sem sögupersónan lýsir örvæntingu sinni og þjáningu; í þessu tilfelli eftir svikulann elskhuga. Lamento d’Arianna lýsir þeim tilfinningaskala sem Arianna fer í gegnum þegar hún vaknar og uppgötvar að Teseo er farinn frá henni. Sársaukinn er svo yfirþyrmandi á kafla að hún vildi óska þess að hún hefði frekar dáið en að upplifa þessa höfnun.

Ári áður en verkið var samið var örlagaríkt fyrir tónskáldið, Monteverdi, en þá missti hann konuna sína úr alvarlegum veikindum. Sú persónulega reynsla getur verið ástæðan fyrir því hversu vel Monteverdi nær að fanga örvæntinguna, svo djúpstæða og þjáningamikla.

Túlkun aríunnar

Til að túlka aríuna Lamento d’Arianna á sviði er mikilvægt að lýta fyrst á líkamstjáningar fyrir sársauka. Sársauki getur verið: höfnun, örvænting, depurð, þjáning, þunglyndi og leiði. Til að koma þessum tilfinningum til skila skulu hreyfingar vera hægar hreyfingar og líkaminn niðurlútur.  

Sársauki: 

 • Hendi undir kinn – dæmigerð líkamstjáning fyrir sársauka
 • Úlnliðar upp – höfnun
 • Hendur fyrir andlitið
 • Einnig: Klóra, bíta eða berja/slá eða berja höfuðið við vegg

Lýtum á málverkið hér að ofan eftir Guido Reni: hægri hendin sýnir höfnun og hjálparleysi. Vinstri hendin hvílir undir kinn =  depurð.

Sársauki er svo mikill að Arianna vildi helst deyja og hún tilbiður að himnarnir sæki sig. Þar getum við litið til líkamstjáningar um bæn eða trúarákall. Þar er mikilvægasta líkamstjáningin að lýta upp – ef það er möguleiki. Við sjáum þá tjáningu í málverki Renis. Einnig er algengt að sjá hendurnar í bænarstöðu eða með hendurnar upp til himna. Hendi brjósti er trúarlegt tákn.

Bæn / Trúarákall: 

 • Horfa upp
 • Hendur upp, í bænastöðu eða á brjósti
 • Þunginn framm og/eða upp

Þar sem þetta verk er bæði langt og tilfinningaþrungið þá þurfum við að líta á aðrar stöður sem túlka; ást – öfund – reiði – tryggð.

Til að túlka ástina sem Arianna ber til Teseo, sem augljóslega er ekki gagnkvæm, er t.d. hægt að opna opna klæðin til að sýna hjartað og beina þeim hluta líkamans í átt að skipinu eða út á sjó.  

Ást: 

 • Opna klæðin á brjóstinu – sýna hjartað
 • Opna faðminn
 • Þunginn fram og léttur
 • Lausir fingur
 • Leggja hendi annars að brjósti sér
 • Spenna við líkamlega snertingu

Til að tjá öfund, eru augun mjög mikilvæg, það gæti því verið árangursríkt að líta mjög greinilega á skipin sigla í burtu. Arianna raunverulega öfundar Teseo vegna þess að hann getur snúið heim til sín, en hún á ekki afturkvæmt – hún sveik föðurland sitt. Þessi öfund kemur fram í harmakveininu; Aþena tekur á móti þér með veislu, en ég get hvergi farið.

Öfund: 

 • Halda fyrir eyrun – til að komast hjá því að heyra um velgengni
 • Augun eru mjög mikilvæg: líta á einhvern með athygli eða fyrirlitningu
 • Bakið bogið – axlir þungar
 • Varir klemmdar saman
 • Rífa í hár sitt

Næst er reiði – sem kemur greinilega fram í textanum þegar Arianna óskar þess að stormur sökkvi skipi Teseo og drepi hann. Einnig núna eru augun mikilvæg, þau verða að vera grimm og ógnandi. Höfuðið er þrýst fram, ásamt öllum þunga líkamans, hreyfingar eru óreglulegar og vöðvar spenntir.

Reiði: 

 • Rífa í hár sitt
 • Skjálfti í munni, útvíkkaðir nasir og opninn munnur
 • Krumpað enni
 • Krepptir hnefar
 • Naga varir, fingur og neglur

Þessi tilfinning varir ekki lengi, því Arianna fær nýstandi samviskubit yfir því að hafa hugsað slíkt um manninn sem hún elskar og óskar þess að hann snúi við að sækja sig.

Síðasta tilfinningin sem ég ætla að taka fyrir er tryggðin sem hún sýnir Teseo þrátt fyrir þessa miklu höfnun. Áhrifarík túlkun er að leggja hægri hendi að brjósti sér – hjartastað og þyngd líkamans er fram.

Tryggð: 

 • Hendi á hjartað
 • Leggja höndina slétta á öxl annars
 • Opna faðminn

Tilfinningarnar ást og tryggð setur þunga líkamans fram,  líkaminn er opinn og hreyfanlegur. Tilfinningin er létt en umfram allt einlæg. Staða líkamans breytist algerlega til að tjá öfund eða reiði: Líkaminn er spenntur, axlirnar jafnvel upp eða áfram og allur líkaminn er hokinn og lokaður.

Lokaorð aríunnar eru mjög áhrifarík og þeim er beint til áhorfandans. Þar opnar Aríanna sig um að svona lagað gerist fyrir þá sem elska of einlægt og treysta í blindni.

0 thoughts on “Arianna”

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *