Febrúarkjóllinn

Febrúarkjólinn er klárlega einn mest notaði kjóllinn minn!

Fyrst var ég smá feimin við að nota hann af því að mér fannst pilsið svo prinsessulegt – en það venst voða vel 😉 Ég hef notað hann við ýmis tilefni, fór m.a. í myndatöku í honum í Bolzano á Ítalíu í tenglsum við söngprófið mitt og hef notað þær myndir nokkuð mikið, bæði hér á síðunni og til að auglýsa tónleika. Hef samt aldrei sungið í honum opinberlega.

Í dag er hann einn af mínum skvísu-hversdagskjólum.

 

Lítil saga tengd febrúarkjólnum: 

Ég var í kjólnum að bíða eftir strætó niðrí bæ. Miðaldra maður er að bíða líka. Hann segir við mig: “Þú fórst bara svona út eins og það væri í lagi?” Ég gat ekki annað en glottað og sagði bara einfalt ““. Við áttum svo fleirri orðaskipti á meðan við biðum eftir strætóunum okkar. Hann kvaddi mig að lokum með þessum orðum: “Ég vildi að það væru fleirri konur sem myndu klæða sig eins og þú – þetta er svo hressandi

 

Keyptur: Rokk og rósir (ef ég man rétt) – Reykjavík – ca 2005

 

 

0 thoughts on “Febrúarkjóllinn”

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *