Janúarkjóllinn

Fyrsti kjólinn í þessari áskorun er einn af mínum uppáhalds: bleiki kjóllinn!

Hann byrjaði sem “söngkonukjóll” og ég kom m.a. fram í honum á tónleikum á Skriðuklaustri. Svo tók ég nokkur djömm í honum, en í dag er hann orðinn hversdagskjóll.. með einu sígarettugati sem enginn sér.

 

Lítil saga tengd janúarkjólnum: 

Ég var klædd kjólnum á balli í Salthúsinu í Grindavík. Ung stúlka, sem ég þekkti ekki, var mjög starsýnt á mig á dansgólfinu. Eftir nokkra stund gerði hún sér far til mín og sagði – hátt og skýrt beint í eyrað á mér: “Hvar fékkstu þennan kjól?” Ég strauk kjólnum og svaraði henni: “Ég fékk hann í Rokk og rósum fyrir örugglega fjórum árum síðan” – bætti við þessum “fjórum árum” af því að ég hélt að henni langaði í svona kjól. En svo var víst ekki.. því hún sagði mjög skýrt og greinilega: “Skilaðu honum!

 

Keyptur: Rokk og rósir – Reykjavík – ca 2006

 

 

 

 

 

0 thoughts on “Janúarkjóllinn”

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *