Söngárið 2017

Söngárið 2017 hófst 5. janúar með tónleikum í Salnum í Kópavogi. Tónleikarnir voru í tilefni af masterprófi frá Conservatorio Monteverdi í Bolzano á Ítalíu. Með mér var frábært tónlistarfólk; Sigurður Helgi Oddsson píanóleikari og Nandllely Aguilar Peña fiðleikari.

Gunnlaugur Snædal og sonur hans Kári Snædal tóku tónleikana upp og gerðu mér kleift að dreifa þeim á vefheima. Það er ómetanlegt að fá svona flotta afurð, faglega unnið og fallega uppsett. Er þeim ævinlega þakklát.

Tónleikarnir eru á youtube: hér.

 

Ég fór á Masterclass á Ítalíu, Líkamstjáning í barokklist, hjá Deda Cristina Colonna. Deda er dansari og leikstjóri, sérhæfð í barokklist. Það var einstakt að fá hennar sýn á viðfangsefni sem ég hef bullandi áhuga á. Þessi masterclass dýpkaði sannarlega skilning minn á líkamstáknum, tjáningu og táknlæsi. Á árinu hef ég haldið fyrirlestur og námskeið í Listaháskóla Íslands og við Söngskólann í Reykjavík um málefnið. Á næsta skólaári mun ég einnig kenna efnið við Háskóla Íslands.

 

Í lok febrúar flaug ég til New York í fyrirsöng. Ég gisti á ódýru hosteli og deildi koju með eldri manni, Mosé frá Brasilíu. Hann talaði hvorki ensku, spænku né ítölsku en við reyndum samt að spjalla annars lagið. Mosé tók úr sér tennurnar og setti í glas við vaskinn áður en hann klifraði upp í kojuna. Herbergið okkar var á sjöttu hæð og lyftan var biluð.

En þetta borgaði sig – ég var valin úr hópi umsækjanda til að syngja á sumarfestivali MOS 🙂 Ég flaug því aftur til New York í júní og sumarið var ævintýralegt! Festivalið er fyrir unga atvinnusöngvara; við fengum þjálfun í að fara í áheyrnarprufur; fengum masterclass hjá Roger Malouf, hljómsveitarstjóra við Metropolitan óperuna og masterclass hjá Lewis Ehlers, hjá umboðsstofunni Lombardo. Ég fór með hlutverk fyrsta drengs í Töfraflautunni eftir Mozart, í niðurgröfnu leikhúsi undir kaþólskri kirkju í borginni. Festivalinu lauk með ógleymanlegum Gala-tónleikum í Carnegie Hall þar sem ég söng aríu og quintett. Anna Sigga og Yngvi mættu á óperu-uppfærsluna og á tónleikana sem er mér ómetanlegt!

 

Alessandra Brustia, píanóleikari og prófessor frá Róm kom til Íslands. Hún kennir við Conservatorioið í Bolzano, þar sem ég stundaði masternámið mitt, við kynntumst þar. Hún var ein af prófdómurum á lokatónleikunum mínum við skólann. Eftir prófið sagði hún: “Mig langar til að vinna með þér!”. Við létum verða að því, settum saman tónleikaprógramm og hún fékk Erasmus-styrk til að kenna við Listaháskólann. Hún kenndi líka einkatíma eða masterclass í Menntaskólanum í tónlist og við Tónlistarskólann á Egilsstöðum. Við héldum tónleika í Reykjavík, á Djúpavogi, á Fáskrúðsfirði og í Grindavík. Brustia er þvílík listakona og ég hlakka til að vinna meira með henni í framtíðinni.

 

Síðast en ekki síst eru það Jólanornirnar! Ég datt heldur betur í lukkupottinn þegar ég fékk boð um að bætast í þann fagra hóp. Æfingatímabilið var hrikalega skemmtilegt og við héldum tvenna tónleika í Snorrabúð. Jólanornirnar eru ásamt mér: Arnhildur Valgarðsdóttir, Elsa Waage, Íris Sveinsdóttir og Svava Kristín Ingólfsdóttir. Það líklegt að við verðum Þorranornir áður en langt um líður.. það verður spennandi! 😀

 

Annað skemmtilegt:

  • Ég var ráðinn skrifstofustjóri við Söngskólann í Reykjavík
  • Ég gaf út jólalagið, Jólakvöld, tileinkað mömmu minni Jónu Kristínu Þorvaldsdóttur. Sigurður Helgi lék á píanóið og Haffi Tempó tók okkur upp. Tommi, Andri og Ernir gerðu myndband við lagið og settu það á youtube: hér.
  • Flutti ljóðaflokk á Off-venue Airwaves í Hannesarholti ásamt Sigurði Helga Oddsyni Píanóleikara
  • Söng Mozart-tónleika í Herz Jesu Kirche í Bolzano, undir stjórn Karl Paller
  • Var gestur hjá Tríói Sírajón á austfjörðum; á Eskifirði, Seyðisfirði og Fáskrúðsfirði. Tríóið skipa: Laufey Sigurðuardóttir fiðla, Einar Jóhannesson klarinett og Anna Áslaug Ragnarsdóttir píanó
  • Var kynnir og söngkona á afmælistónleikum Guðfreðs í Langholtskirkju
  • Hélt hádegistónleika í Fríkirkjunni ásamt Sigurði Helga Oddsyni píanóleikara
  • Var meðlimur í Óperukórnum í Reykjavík undir stjórn Garðars Cortes; m.a. Requiem eftir Mozart
  • Söng hátíðartónið eftir Bjarna og einsöng á aðfangadag í Fáskrúðsfjarðarkirkju

 

Shares 49

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *