Stelpurnar okkar

Í gær var stórleikur hjá stelpunum okkar í Hollandi. Þær stóðu sig vel og við megum vera stolt af þeim. Við Grindvíkingar erum extra stolt, þar sem við eigum eina dóttur í A-liðinu, Ingibjörgu Sigurðardóttur. Hún er okkur til mikils sóma! Hún var pirruð í sjónvarpsviðtali eftir leikinn en hafði samt tök á skapinu, sem mér finnst aðdáunarvert hjá keppniskonu.

Það er gaman að vera Íslendingur á svona dögum. Þegar strákarnir okkar gerðu það gott í fyrra var ég stoltur Íslendingur á Ítalíu. Það voru allir að tala um Ísland; Karlinn á pósthúsinu sagði að ég þyrfti ekki að borga fyrir sendinguna þegar hann sá að áfangastaðurinn var Ísland; Eigandi barsins í nágrenninu bað okkur Íslendingana að horfa á leikina hjá sér, við fengum bestu sætin og frían bjór; Vinir mínir í Kosta Ríka báðu mig um að senda sér íslenska landsliðstreyju; Skólasystur mínar frá Mexikó urðu ástfangnar af íslenskri karlmennsku; o.s.frv. Ég vona að Íslendingar í útlöndum fái sama viðmót í tengslum við mótið hjá stelpunum. Þær eru að spila vel og að sýna frábæran karakter.

Mig langar til að deila með ykkur laginu sem Íslendingar syngja í tengslum við fótboltaviðburði, af slíkum samhug að það hreyfir við heimsbyggðinni. Lagið er hér. Sumir ganga svo langt að heimta að þetta verði nýji þjóðsöngur Íslendinga, en þetta er erlent lag. Reyndar er þetta “aría” úr óperettu eftir Kalmán. Klassískt, dásamlegt og fallegt.

Áfram stelpurnar okkar!

 

Shares 46

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *