Heim

FRAMUNDAN

September 2018

Brúðkaup í Vipiteno á Ítalíu

Syng ásamt strengjakvartett í fallegri lítilli kirkju við ítölsku alpanna

Febrúar 2019 

Áheyrnarprufa

Karlsruhe í Þýskalandi

Ágúst 2019

Frumflutningur á óperu

The Raven’s kiss eftir Evan Fein og Þorvald Davíð Kristjánsson

 

Um mig

Berta Dröfn Ómarsdóttir er sópran söngkona. Í lok október 2016 útskrifaðist hún með hæstu einkunn eftir mastersnám í söng við Conservatorio Claudio Monteverdi í Bolzano á Ítalíu. Söngkennarinn hennar við skólann var Sabina von Walther.

Sumarið 2017 söng Berta Dröfn á Galatónleikum í Carnegie Hall í New York, á vegum MOS. Tónleikarnir voru partur af sumarfestivali MOS, þar sem Berta fór einnig með hlutverk fyrsta drengs í Töfraflautunni eftir Mozart.     

Fyrstu tónlistarkennararnir Bertu voru Siguróli Geirsson organisti og Vilborg Sigurjónsdóttir píanókennari. Þau stjórnuðu barnakórnum í Grindavík þar sem Berta söng alla grunnskólagöngu og fékk hún þar sín fyrstu tækifæri til að syngja einsöng. Á unglingsárunum söng Berta með unglingakór hjá Esther Helgu Guðmundsdóttir og sótti einkatíma til hennar.

Með þennan grunn fór Berta í Söngskólann í Reykjavík, sextán ára gömul og hefur verið þar meira og minna síðan: fyrst sem nemandi og síðar sem starfsmaður. Söngkennarar Bertu við skólann voru Elísabet F. Eiríksdóttir og Ólöf Kolbrún Harðardóttir.

Berta hefur sótt einkatíma, masterklassa og námskeið víða, t.d. hjá Janet Perry, Gemma Bertagnolli, Gerhild Romberger, Shirai Mitsuko og Jónu Fanney Svavarsdóttur.

Hún hefur víða komið fram hérlendis sem og erlendis. Svo sem á tónleikum í höll í Montepulciano í Toscana-héraðinu á Ítalíu; í kastala í litlu fjallaþorpi við ítölsku alpana og í óperu-uppsetningum með sinfóníuhljómsveitinni í Bolzano.

Blogg

Sjálfsmorðskynslóðin

Ég er fædd 1984 og gekk mína grunnskólagöngu í Grindavík. Við vorum fámennur árgangur, samheldin en uppátækjasöm. Margir hafa nefnt að í þessum árgangi sé samansafn af eftirminnilegum týpum. Í minningunni minni vorum við 28 glaðværir einstaklingar sem útskrifuðumst úr 10. bekk. Í dag eru þrjú okkar dáin; Sævar, Gwenný og Egill, þau féllu fyrir …

Þriðja vikan

SUMAR-TÓNLISTARFESTIVAL Í FIERA DI PRIMIERO Á ÍTALÍU. FER MEÐ HLUTVERK MORGANA Í ÓPERUNNI ALCINA EFTIR HÄNDEL. Þessi vika leið hratt og lífið er komið í nokkurs konar rútínu. Það var mikið um sýningar og tónleika enda er festivalið byrjað á fullu. Óperu-uppfærslurnar, allar fjórar, eru að taka á sig mynd og fyrsta frumsýningin verður næsta …

Önnur vika

SUMAR-TÓNLISTARFESTIVAL Í FIERA DI PRIMIERO Á ÍTALÍU. FER MEÐ HLUTVERK MORGANA Í ÓPERUNNI ALCINA EFTIR HÄNDEL. Önnur vikan á þessu festivali var heldur betur erfið líkamlega – við förum á fullt að sviðsetja óperurnar. Andjela Bizimoska leikstýrir óperunni sem ég syng í og meginþorri vikunnar fór í sviðsvinnuna. Það kom okkur, söngvurunum, töluvert á óvart …

Hafa samband

Hafðu endilega samband!

Berta Dröfn Ómarsdóttir

Sími
+354-823-0643
+39-344-067-4854

berta@berta.is