Heim

FRAMUNDAN

9.júlí 2019 kl. 20:00 – Skriðuklaustur 

Fyrir austan mána og vestan sól

Lög eftir Oddgeir Kristjánsson

Flytjendur: Berta Dröfn Ómarsdóttir sópran og Sigurður Helgi Oddsson píanó

10.júlí 2019 kl. 20:30 – Bláa kirkjan á Seyðisfirði  

Händel og Heimskringla

Aríur úr óperunni Alcina eftir Händel og ljóðaflokkurinn Heimskringla eftir Tryggva M. Baldvinsson við ljóð Þórarins Eldjárns

Flytjendur: Berta Dröfn Ómarsdóttir sópran og Sigurður Helgi Oddsson píanó

Facebook-viðburður: hér

23. Ágúst 2019 kl. 20:00 – Herðubreið Seyðisfirði 

Frumflutningur á óperunni The Raven’s kiss

eftir Evan Fein og Þorvald Davíð Kristjánsson

Fer með hlutverk Önnu í óperunni

Um mig

Berta Dröfn Ómarsdóttir er sópran söngkona. 

Sumarið 2018 var Berta meðal listamanna í tónlistafestivali í Trentino á Ítalíu. Hún fór með hlutverk Morgana í óperunni Alcina eftir Händel ásamt því að syngja á fjölmörgum galatónleikum.  

Sumarið 2017 söng Berta Dröfn á Galatónleikum í Carnegie Hall í New York, á vegum MOS. Tónleikarnir voru partur af sumarfestivali MOS, þar sem Berta fór einnig með hlutverk fyrsta drengs í Töfraflautunni eftir Mozart.

Í lok október 2016 útskrifaðist hún með hæstu einkunn eftir mastersnám í söng við Conservatorio Claudio Monteverdi í Bolzano á Ítalíu. Söngkennarinn hennar við skólann var Sabina von Walther.

Fyrstu tónlistarkennararnir Bertu voru Siguróli Geirsson organisti og Vilborg Sigurjónsdóttir píanókennari. Þau stjórnuðu barnakórnum í Grindavík þar sem Berta söng alla grunnskólagöngu og fékk hún þar sín fyrstu tækifæri til að syngja einsöng. Á unglingsárunum söng Berta með unglingakór hjá Esther Helgu Guðmundsdóttir og sótti einkatíma til hennar.

Með þennan grunn fór Berta í Söngskólann í Reykjavík, sextán ára gömul og hefur verið þar meira og minna síðan: fyrst sem nemandi og síðar sem starfsmaður. Söngkennarar Bertu við skólann voru Elísabet F. Eiríksdóttir og Ólöf Kolbrún Harðardóttir.

Berta hefur sótt einkatíma, masterklassa og námskeið víða, t.d. hjá Harolyn Blackwell, Sherman Lowe, Janet Perry, Gemma Bertagnolli, Gerhild Romberger, Shirai Mitsuko, Viðar Gunnarsson og Jónu Fanney Svavarsdóttur.

Hún hefur víða komið fram hérlendis sem og erlendis. Svo sem á tónleikum í höll í Montepulciano í Toscana-héraðinu á Ítalíu; í kastala í litlu fjallaþorpi við ítölsku alpana, á útisviði í Fidenza og í óperu-uppsetningum með sinfóníuhljómsveitinni í Bolzano.

Blogg

Júníkjóllinn

Júníkjóllinn er skemmtilegur söngkonukjóll með bleiku undirpilsi. Hef komið fram í honum við hin ýmsu tilefni; svo sem þegar ég var kynnir og meðal söngvara á síðustu afmælistónleikum Guðfreðs hjálparhellu úr Söngskólanum í Reykjavík og þegar ég stýrði Kvennakór Grindavíkur á sínum fyrstu vortónleikum. Svo lánaði ég kjólinn fyrir sýninguna Þinn Falstaff hjá Nemendaóperunni, þar …

Maíkjóllinn

Maíkjóllinn er blái kjóllinn með blómunum 🙂 Fann hann í Kolaportinu á litlar 1.000 kr. og hann hefur þjónað mér vel; á sviði, í myndatökum, í brúðkaupi, á skemmtanalífinu og við önnur tækifæri. Saga með kjólnum:  Það var Menningarnótt og miðbærinn troðfullur af fólki. Ég var ein á ferð, í mínu fínasta pússi, að reyna …

Aprílkjóllinn

Aprílkjóllinn er einn af mínum uppáhalds sparikjólum. Það er gott að syngja í honum; þótt hann sé tekin saman í mittið – þá er hann ekki of þröngur. Mér finnst gaman að vera í bleikum sokkabuxum og nota fjólubláa og/eða gula fylgihluti til að hressa hann við. Í apríl fórum við Svanur í roadtrip til …

Hafa samband

Hafðu endilega samband!

Berta Dröfn Ómarsdóttir

Sími
+354-823-0643

berta@berta.is