Heim

FRAMUNDAN

 

16. desember Jólastuð Jólanornanna í Snorrabúð kl. 20:00

Loks eru komnar í leitirnar systurdætur Grýlu, sem löngum hefur verið leitað í gegnum aldirnar. Þetta eru auðvitað JÓLANORNINAR sem marga hefur dreymt um að sjá! Allar eru þær hárfagrar, söngelskar og göldróttar. Þær eru þekktar fyrir að galdra fram hlátur og önnur tilfinningarík viðbrögð eins og að gráta, hrópa, syngja, daðra og elskast.

Jólanornirnar eru:
Arnhildur Valgarðsdóttir
Berta Dröfn Ómarsdóttir
Elsa Waage
Íris Sveinsdóttir
Svava Kristín Ingólfsdóttir

 

17. desember Jólastuð Jólanornanna í Snorrabúð kl. 20:00

Loks eru komnar í leitirnar systurdætur Grýlu, sem löngum hefur verið leitað í gegnum aldirnar. Þetta eru auðvitað JÓLANORNINAR sem marga hefur dreymt um að sjá! Allar eru þær hárfagrar, söngelskar og göldróttar. Þær eru þekktar fyrir að galdra fram hlátur og önnur tilfinningarík viðbrögð eins og að gráta, hrópa, syngja, daðra og elskast.

Jólanornirnar eru:
Arnhildur Valgarðsdóttir
Berta Dröfn Ómarsdóttir
Elsa Waage
Íris Sveinsdóttir
Svava Kristín Ingólfsdóttir

 

24.  desember Messa á aðfangadag í Fáskrúðsfjarðarkirkju

Flyt hátíðartón sr. Bjarna Þorsteinssonar

Prestur: Jóna Kristín Þorvaldsdóttir

 

27. maí 2018 Aríur og órar í Hörpu kl. 17:00

Flytjendur: Berta Dröfn Ómarsdóttir sópran og Sigurður Helgi Oddsson píanóleikari

Tónleikarnir fara fram í Hörpuhorni í opnu rými á annari hæð og aðgangur er ókeypis.

Harpa kynnir sérstaka tónleika innan tónleikaraðarinnar Sígildir sunnudagar sem býður unga tónlistarmenn velkomna til tónleikahalds í Hörpu. Söngvarar, hljóðfæraleikarar og tónskáld sem lokið hafa námi erlendis fá hér tækifæri til að kynna sig og leyfa áhorfendum að njóta með sér. Hvort sem tónlistarmennirnir velja starfsvettvang sinn hér heima eða erlendis, gefst hér tækifæri til þess að kynnast ungu hæfileikafólki sem er í þann veginn að leggja undir sig heiminn og syngja og leika sig inn í hjörtu landsmanna. Tónleikarnir eru á sunnudögum kl. 17.00 og þó áhersla sé lögð á sígilda tónlist verður boðið til samstarfs ólíkra tónlistargeira og bæði hefðbundnar og óhefðbundnar efnisskrár.

 

Um mig

Berta Dröfn Ómarsdóttir er sópran söngkona. Í lok október 2016 útskrifaðist hún með hæstu einkunn eftir mastersnám í söng við Conservatorio Claudio Monteverdi í Bolzano á Ítalíu. Söngkennarinn hennar við skólann var Sabina von Walther.

Sumarið 2017 söng Berta Dröfn á Galatónleikum í Carnegie Hall í New York, á vegum MOS. Tónleikarnir voru partur af sumarfestivali MOS, þar sem Berta fór einnig með hlutverk fyrsta drengs í Töfraflautunni eftir Mozart.     

Fyrstu tónlistarkennararnir Bertu voru Siguróli Geirsson organisti og Vilborg Sigurjónsdóttir píanókennari. Þau stjórnuðu barnakórnum í Grindavík þar sem Berta söng alla grunnskólagöngu og fékk hún þar sín fyrstu tækifæri til að syngja einsöng. Á unglingsárunum söng Berta með unglingakór hjá Esther Helgu Guðmundsdóttir og sótti einkatíma til hennar.

Með þennan grunn fór Berta í Söngskólann í Reykjavík, sextán ára gömul og hefur verið þar meira og minna síðan: fyrst sem nemandi og síðar sem starfsmaður. Söngkennarar Bertu við skólann voru Elísabet F. Eiríksdóttir og Ólöf Kolbrún Harðardóttir.

Berta hefur sótt einkatíma, masterklassa og námskeið víða, t.d. hjá Janet Perry, Gemma Bertagnolli, Gerhild Romberger, Shirai Mitsuko og Jónu Fanney Svavarsdóttur.

Hún hefur víða komið fram hérlendis sem og erlendis. Svo sem á tónleikum í höll í Montepulciano í Toscana-héraðinu á Ítalíu; í kastala í litlu fjallaþorpi við ítölsku alpana og í óperu-uppsetningum með sinfóníuhljómsveitinni í Bolzano.

Blogg

Stelpurnar okkar

Í gær var stórleikur hjá stelpunum okkar í Hollandi. Þær stóðu sig vel og við megum vera stolt af þeim. Við Grindvíkingar erum extra stolt, þar sem við eigum eina dóttur í A-liðinu, Ingibjörgu Sigurðardóttur. Hún er okkur til mikils sóma! Hún var pirruð í sjónvarpsviðtali eftir leikinn en hafði samt tök á skapinu, sem …

Gleðilega páska

Í dag er ekki bara páskadagur heldur líka Alþjóðlegur dagur raddarinnar. Ég óska ykkur því góðrar raddheilsu í dag sem og aðra daga. Mín raddbönd eru nú þegar orðin súkkulaðihúðuð og sykursæt, enda óstöðvandi sælkeri 🙂 Gleðilega páska og njótið dagsins!

Hafa samband

Hafðu endilega samband!

Berta Dröfn Ómarsdóttir

Sími
+354-823-0643
+39-344-067-4854

berta@berta.is