Heim

FRAMUNDAN

 

27. maí 2018 Aríur og órar í Hörpu kl. 17:00

Flytjendur: Berta Dröfn Ómarsdóttir sópran og Sigurður Helgi Oddsson píanóleikari

Tónleikarnir fara fram í Hörpuhorni í opnu rými á annari hæð og aðgangur er ókeypis.

Harpa kynnir sérstaka tónleika innan tónleikaraðarinnar Sígildir sunnudagar sem býður unga tónlistarmenn velkomna til tónleikahalds í Hörpu. Söngvarar, hljóðfæraleikarar og tónskáld sem lokið hafa námi erlendis fá hér tækifæri til að kynna sig og leyfa áhorfendum að njóta með sér. Hvort sem tónlistarmennirnir velja starfsvettvang sinn hér heima eða erlendis, gefst hér tækifæri til þess að kynnast ungu hæfileikafólki sem er í þann veginn að leggja undir sig heiminn og syngja og leika sig inn í hjörtu landsmanna. Tónleikarnir eru á sunnudögum kl. 17.00 og þó áhersla sé lögð á sígilda tónlist verður boðið til samstarfs ólíkra tónlistargeira og bæði hefðbundnar og óhefðbundnar efnisskrár.

 

31. maí 2018 Klassík fyrir sjóara í Grindavík kl. 20:00

Flytjendur: Berta Dröfn Ómarsdóttir sópran og Sigurður Helgi Oddsson píanóleikari

Tónleikarnir fara fram í Grindavíkurkirkju og aðgangur er ókeypis, á vegum Sjóarans síkáta

Berta Dröfn Ómarsdóttir sópran og Sigurður Helgi Oddsson píanóleikari flytja fallegar aríur og söngljóð eftir Donizetti, Händel, Humperdink, Purcell og Tosti.
Söngljóðin eftir Donizetti eru glettin, létt og daðrandi. Händel, uppáhalds tónskáld Bertu, samdi óperur þar sem leynast velþekktar aríur, dramatískar og dásamlegar. Minna þekkt tónskáld, Humperdink, samdi ævintýralega óperu um Hans og Grétu, vögguvísa Óla lokbrá úr óperunni verður á dagskránni. Arían, When I ́m laid in Earth eftir Purcell, sem Berta söng í Carnegie Hall, verður líklega hápunktur tónleikanna. Tónleikarnir enda á ítölskum söngperlum um ástina eftir Tosti. 

 

Júlí – Ágúst 2018 MAI-Tónlistarfestival í Trentino á Ítalíu

MAI – Music Academy International er óperustúdío fyrir framúrskarandi ungt tónlistarfólk. Áheyrnarprufur fara fram víða um heim og því sérvalin söngvari í hverju hlutverki. Berta Dröfn fer með hlutverk Morgana í óperunni Alcina eftir Händel. 

“Training through performance” er yfirskrift festivalsins. Söngvara fara með hlutverk í óperuuppfærslu, ásamt því að sækja söngtíma, masterclassa og þjálfun með fyrsta flokks raddþjálfurum. Markmið verkefnisins er að öðlast sviðsreynslu og fá markvissa þjálfun til framtíðar.  

 

 

Um mig

Berta Dröfn Ómarsdóttir er sópran söngkona. Í lok október 2016 útskrifaðist hún með hæstu einkunn eftir mastersnám í söng við Conservatorio Claudio Monteverdi í Bolzano á Ítalíu. Söngkennarinn hennar við skólann var Sabina von Walther.

Sumarið 2017 söng Berta Dröfn á Galatónleikum í Carnegie Hall í New York, á vegum MOS. Tónleikarnir voru partur af sumarfestivali MOS, þar sem Berta fór einnig með hlutverk fyrsta drengs í Töfraflautunni eftir Mozart.     

Fyrstu tónlistarkennararnir Bertu voru Siguróli Geirsson organisti og Vilborg Sigurjónsdóttir píanókennari. Þau stjórnuðu barnakórnum í Grindavík þar sem Berta söng alla grunnskólagöngu og fékk hún þar sín fyrstu tækifæri til að syngja einsöng. Á unglingsárunum söng Berta með unglingakór hjá Esther Helgu Guðmundsdóttir og sótti einkatíma til hennar.

Með þennan grunn fór Berta í Söngskólann í Reykjavík, sextán ára gömul og hefur verið þar meira og minna síðan: fyrst sem nemandi og síðar sem starfsmaður. Söngkennarar Bertu við skólann voru Elísabet F. Eiríksdóttir og Ólöf Kolbrún Harðardóttir.

Berta hefur sótt einkatíma, masterklassa og námskeið víða, t.d. hjá Janet Perry, Gemma Bertagnolli, Gerhild Romberger, Shirai Mitsuko og Jónu Fanney Svavarsdóttur.

Hún hefur víða komið fram hérlendis sem og erlendis. Svo sem á tónleikum í höll í Montepulciano í Toscana-héraðinu á Ítalíu; í kastala í litlu fjallaþorpi við ítölsku alpana og í óperu-uppsetningum með sinfóníuhljómsveitinni í Bolzano.

Blogg

Söngárið 2017

Söngárið 2017 hófst 5. janúar með tónleikum í Salnum í Kópavogi. Tónleikarnir voru í tilefni af masterprófi frá Conservatorio Monteverdi í Bolzano á Ítalíu. Með mér var frábært tónlistarfólk; Sigurður Helgi Oddsson píanóleikari og Nandllely Aguilar Peña fiðleikari. Gunnlaugur Snædal og sonur hans Kári Snædal tóku tónleikana upp og gerðu mér kleift að dreifa þeim á vefheima. …

Stelpurnar okkar

Í gær var stórleikur hjá stelpunum okkar í Hollandi. Þær stóðu sig vel og við megum vera stolt af þeim. Við Grindvíkingar erum extra stolt, þar sem við eigum eina dóttur í A-liðinu, Ingibjörgu Sigurðardóttur. Hún er okkur til mikils sóma! Hún var pirruð í sjónvarpsviðtali eftir leikinn en hafði samt tök á skapinu, sem …

Hafa samband

Hafðu endilega samband!

Berta Dröfn Ómarsdóttir

Sími
+354-823-0643
+39-344-067-4854

berta@berta.is