Heim

FRAMUNDAN

 

24. október Masterclass í Söngskólanum í Reykjavík kl. 13:00 – 16:00

Líkamstjáning á barokktímanum

Berta Dröfn notaði listfræði-bakgrunn sinn í masterritgerðinni: “Líkaminn er myndgerfing sálarinnar”. Myndlæsi á líkamstjáningu og tákn geta dýpkað skilning listamannsins og áhorfandans.

Berta mun vinna útfrá úrlausnum ritgerðarinnar með söngnemendum í ljóða- og aríudeild.

 

4. nóvember Tónleikar í Hannesarholti kl. 17:00

Off-venue Airwaves tónleikar ásamt Sigurði Helga Oddsyni píanóleikara

Flytjum ljóðaflokkinn Heimskringla eftir Tryggva M. Baldvinsson við ljóð Þórarins Eldjárn

 

5. nóvember Tónleikar í Snorrabúð kl. 17:00 

Berta Dröfn og Giorgia Alessandra Brustia píanóleikari flytja ítölsk ljóð og aríur eftir Donizetti, Rossini og Tosti

Alessandra Brustia er frábær píanóleikari frá Ítalíu. Hún kennir við tónlistarháskólann í Bolzano þaðan sem Berta tók sitt masterspróf. Brustia og Berta kynntust þar og hófu sitt samstarf

 

9. nóvember Tónleikar í Djúpavogskirkju kl. 20:00

Berta Dröfn og Giorgia Alessandra Brustia píanóleikari flytja ítölsk ljóð og aríur eftir Donizetti, Rossini og Tosti

 

10. nóvember Tónleikar í Fáskrúðsfjarðarkirkju kl. 20:00

Berta Dröfn og Giorgia Alessandra Brustia píanóleikari flytja ítölsk ljóð og aríur eftir Donizetti, Rossini og Tosti

 

16.  nóvember  Á ljúfum nótum í Fríkirkjunni kl. 12

Hádegistónleikar ásamt Sigurði Helga Oddsyni píanóleikara

Flytjum ljóðaflokkinn Heimskringla eftir Tryggva M. Baldvinsson við ljóð Þórarins Eldjárn

Um mig

Berta Dröfn Ómarsdóttir er sópran söngkona. Í lok október 2016 útskrifaðist hún með hæstu einkunn eftir mastersnám í söng við Conservatorio Claudio Monteverdi í Bolzano á Ítalíu. Söngkennarinn hennar við skólann var Sabina von Walther.

Sumarið 2017 söng Berta Dröfn á Galatónleikum í Carnegie Hall í New York, á vegum MOS. Tónleikarnir voru partur af sumarfestivali MOS, þar sem Berta fór einnig með hlutverk fyrsta drengs í Töfraflautunni eftir Mozart.     

Fyrstu tónlistarkennararnir Bertu voru Siguróli Geirsson organisti og Vilborg Sigurjónsdóttir píanókennari. Þau stjórnuðu barnakórnum í Grindavík þar sem Berta söng alla grunnskólagöngu og fékk hún þar sín fyrstu tækifæri til að syngja einsöng. Á unglingsárunum söng Berta með unglingakór hjá Esther Helgu Guðmundsdóttir og sótti einkatíma til hennar.

Með þennan grunn fór Berta í Söngskólann í Reykjavík, sextán ára gömul og hefur verið þar meira og minna síðan: fyrst sem nemandi og síðar sem starfsmaður. Söngkennarar Bertu við skólann voru Elísabet F. Eiríksdóttir og Ólöf Kolbrún Harðardóttir.

Berta hefur sótt einkatíma, masterklassa og námskeið víða, t.d. hjá Janet Perry, Gemma Bertagnolli, Gerhild Romberger, Shirai Mitsuko og Jónu Fanney Svavarsdóttur.

Hún hefur víða komið fram hérlendis sem og erlendis. Svo sem á tónleikum í höll í Montepulciano í Toscana-héraðinu á Ítalíu; í kastala í litlu fjallaþorpi við ítölsku alpana og í óperu-uppsetningum með sinfóníuhljómsveitinni í Bolzano.

Blogg

Stelpurnar okkar

Í gær var stórleikur hjá stelpunum okkar í Hollandi. Þær stóðu sig vel og við megum vera stolt af þeim. Við Grindvíkingar erum extra stolt, þar sem við eigum eina dóttur í A-liðinu, Ingibjörgu Sigurðardóttur. Hún er okkur til mikils sóma! Hún var pirruð í sjónvarpsviðtali eftir leikinn en hafði samt tök á skapinu, sem …

Gleðilega páska

Í dag er ekki bara páskadagur heldur líka Alþjóðlegur dagur raddarinnar. Ég óska ykkur því góðrar raddheilsu í dag sem og aðra daga. Mín raddbönd eru nú þegar orðin súkkulaðihúðuð og sykursæt, enda óstöðvandi sælkeri 🙂 Gleðilega páska og njótið dagsins!

Hafa samband

Hafðu endilega samband!

Berta Dröfn Ómarsdóttir

Sími
+354-823-0643
+39-344-067-4854

berta@berta.is