Heim

FRAMUNDAN

 

Ágúst 2019

Frumflutningur á óperunni The Raven’s kiss

eftir Evan Fein og Þorvald Davíð Kristjánsson

Um mig

Berta Dröfn Ómarsdóttir er sópran söngkona. 

Sumarið 2018 var Berta meðal listamanna í tónlistafestivali í Trentino á Ítalíu. Hún fór með hlutverk Morgana í óperunni Alcina eftir Händel ásamt því að syngja á fjölmörgum galatónleikum.  

Sumarið 2017 söng Berta Dröfn á Galatónleikum í Carnegie Hall í New York, á vegum MOS. Tónleikarnir voru partur af sumarfestivali MOS, þar sem Berta fór einnig með hlutverk fyrsta drengs í Töfraflautunni eftir Mozart.

Í lok október 2016 útskrifaðist hún með hæstu einkunn eftir mastersnám í söng við Conservatorio Claudio Monteverdi í Bolzano á Ítalíu. Söngkennarinn hennar við skólann var Sabina von Walther.

Fyrstu tónlistarkennararnir Bertu voru Siguróli Geirsson organisti og Vilborg Sigurjónsdóttir píanókennari. Þau stjórnuðu barnakórnum í Grindavík þar sem Berta söng alla grunnskólagöngu og fékk hún þar sín fyrstu tækifæri til að syngja einsöng. Á unglingsárunum söng Berta með unglingakór hjá Esther Helgu Guðmundsdóttir og sótti einkatíma til hennar.

Með þennan grunn fór Berta í Söngskólann í Reykjavík, sextán ára gömul og hefur verið þar meira og minna síðan: fyrst sem nemandi og síðar sem starfsmaður. Söngkennarar Bertu við skólann voru Elísabet F. Eiríksdóttir og Ólöf Kolbrún Harðardóttir.

Berta hefur sótt einkatíma, masterklassa og námskeið víða, t.d. hjá Harolyn Blackwell, Sherman Lowe, Janet Perry, Gemma Bertagnolli, Gerhild Romberger, Shirai Mitsuko, Viðar Gunnarsson og Jónu Fanney Svavarsdóttur.

Hún hefur víða komið fram hérlendis sem og erlendis. Svo sem á tónleikum í höll í Montepulciano í Toscana-héraðinu á Ítalíu; í kastala í litlu fjallaþorpi við ítölsku alpana, á útisviði í Fidenza og í óperu-uppsetningum með sinfóníuhljómsveitinni í Bolzano.

Blogg

Arianna

Vinsælustu viðfangsefni barokk listamanna voru tekin úr goðafræði eða grískum og rómverskum fornsögum. Þessar sögupersónur/viðfangsefni nutu vinsælda bæði hjá almenning og hjá yfirstéttinni. Listamenn sóttu innblástur í þessar sögur, fyrir listsköpun sína hvort sem það var á striga eða á sviði. Persónurnar eru fjölmargar en þó voru sum viðfangsefni vinsælli en önnur, svo sem Orfeus …

Barokk-líkaminn

Eftirfarandi pistill er hluti af fyrirlestri sem ég hélt fyrir listfræðinemendur við Háskóla Íslands. Fyrirlesturinn er unninn uppúr mastersritgerðinni minni sem ég skrifaði við Tónlistarháskólann í Bolzano á Ítalíu. Þar sameinaði ég mín helstu áhugamál; sönglist, ítalskt tungumál, sviðslistir, listasögu og barrokk. Barokk 1600-1750 Tímabilið á upptök sín að rekja til Rómar en dreifðist hratt …

Hafa samband

Hafðu endilega samband!

Berta Dröfn Ómarsdóttir

Sími
+354-823-0643

berta@berta.is