Heim

FRAMUNDAN

 

2. Ágúst 2019 kl. 21:00 – teatro parco olmi – Fidenza á Ítalíu

Tónleikar á útisviði í fallegri borg í Parma héraðinu á Ítalíu

Gala-tónleikar ásamt Romano Franceschetto bariton og Juliu Relinda Ratiu píanóleikara

23. Ágúst 2019 kl. 20:00 – Herðubreið Seyðisfirði 

Frumflutningur á óperunni The Raven’s kiss

eftir Evan Fein og Þorvald Davíð Kristjánsson

Fer með hlutverk Önnu í óperunni

Um mig

Berta Dröfn Ómarsdóttir er sópran söngkona. 

Sumarið 2018 var Berta meðal listamanna í tónlistafestivali í Trentino á Ítalíu. Hún fór með hlutverk Morgana í óperunni Alcina eftir Händel ásamt því að syngja á fjölmörgum galatónleikum.  

Sumarið 2017 söng Berta Dröfn á Galatónleikum í Carnegie Hall í New York, á vegum MOS. Tónleikarnir voru partur af sumarfestivali MOS, þar sem Berta fór einnig með hlutverk fyrsta drengs í Töfraflautunni eftir Mozart.

Í lok október 2016 útskrifaðist hún með hæstu einkunn eftir mastersnám í söng við Conservatorio Claudio Monteverdi í Bolzano á Ítalíu. Söngkennarinn hennar við skólann var Sabina von Walther.

Fyrstu tónlistarkennararnir Bertu voru Siguróli Geirsson organisti og Vilborg Sigurjónsdóttir píanókennari. Þau stjórnuðu barnakórnum í Grindavík þar sem Berta söng alla grunnskólagöngu og fékk hún þar sín fyrstu tækifæri til að syngja einsöng. Á unglingsárunum söng Berta með unglingakór hjá Esther Helgu Guðmundsdóttir og sótti einkatíma til hennar.

Með þennan grunn fór Berta í Söngskólann í Reykjavík, sextán ára gömul og hefur verið þar meira og minna síðan: fyrst sem nemandi og síðar sem starfsmaður. Söngkennarar Bertu við skólann voru Elísabet F. Eiríksdóttir og Ólöf Kolbrún Harðardóttir.

Berta hefur sótt einkatíma, masterklassa og námskeið víða, t.d. hjá Harolyn Blackwell, Sherman Lowe, Janet Perry, Gemma Bertagnolli, Gerhild Romberger, Shirai Mitsuko, Viðar Gunnarsson og Jónu Fanney Svavarsdóttur.

Hún hefur víða komið fram hérlendis sem og erlendis. Svo sem á tónleikum í höll í Montepulciano í Toscana-héraðinu á Ítalíu; í kastala í litlu fjallaþorpi við ítölsku alpana, á útisviði í Fidenza og í óperu-uppsetningum með sinfóníuhljómsveitinni í Bolzano.

Blogg

Ágústkjóllinn

Ágústkjólinn er ljósblá blómadásemd. Klæddist honum fyrst á 35 ára afmælisdaginn minn (í gær, 31. ágúst). Ég fékk kjólinn í frumsýningargjöf eftir óperuna The Raven´s Kiss frá Svani kærastanum mínum.  Hef aldrei áður fengið svona fallega frumsýningargjöf <3 Hlakka til að skapa fullt af skemmtilegum sögum í kjólnum í framtíðinni 🙂 Keyptur: 2019 Ég í afmæliskjólnum, með Svani …

Júlíkjóllinn

Júlíkjólinn er þægilegur söngkonukjóll. Hann er léttur með háum klaufum á pilsinu þannig að það loftar vel um hann. Þessi kjóll er nauðsynja-vara sem ég ætla að taka með mér út á fimmtudaginn – í hitabylgjuna í Evrópu! Er að fara að syngja á gala-tónleikum á útisviði í Fidenza í Parmahéraðinu á Ítalíu næstkomandi föstudag. …

Júníkjóllinn

Júníkjóllinn er skemmtilegur söngkonukjóll með bleiku undirpilsi. Hef komið fram í honum við hin ýmsu tilefni; svo sem þegar ég var kynnir og meðal söngvara á síðustu afmælistónleikum Guðfreðs hjálparhellu úr Söngskólanum í Reykjavík og þegar ég stýrði Kvennakór Grindavíkur á sínum fyrstu vortónleikum. Svo lánaði ég kjólinn fyrir sýninguna Þinn Falstaff hjá Nemendaóperunni, þar …

Hafa samband

Hafðu endilega samband!

Berta Dröfn Ómarsdóttir

Sími
+354-823-0643

berta@berta.is